ég var alvörumaður, en núna sit ég á ingólfstorgi/
drekkandi bjór, reykja stubba öll hamingjan horfin/
áttu einu sinni konu, eignaðist með henni afkvæmi/
urðum saman, allt gott og héldum upp á öll þeirra afmæli/
lífið brást mér ekki, fyrr en ég kynntist vinnufélaga í nýrri vinnu/
hann sagði förum á bar reykjum saman og kynnumst/
ég sagði ok afhverju ekki, við getum auðvitað kynnst og orðið vinir/
drekka saman, gera hitt og þetta eins og allir hinir/
duttum í það, rugluðum í fóki voðalega var þetta gaman/
hver einasti dagur á að vera fjölbreytni, en hann varð alltaf það sama/
drekka, reykja dópa og hlæja að því sem er fyndið/
mæta í vinnuna úrvinda, tættum fötum og með skakkt bindið/
svona blasti lífið við mér, þangað til ég fór út í þessa fíkn/
allt virtist erfitt, og maður tók ákvarðanir að enda etta líf/
svo virtist sem ég skar mig, en féll um leið í yfirlið/
allt var svo drungalegt , sá stjörnur og kolsvartan himininn/
vaknaði dögum síðar, tengdur við tæki og tól/
pípandi tæki, birtan var skýnandi og lítil ró/
sá konuna mína sitja á stól sagði ekki neitt og horfði/
nema allt er verður gott, ef maður vaknar á góðum morgni/
nokkrum dögum eftir, var ég orðin tær og edrú/
farinn í meðferðir, les mig til um jésus meðan ég hef trú/
vakna hverjum morgni, fæ mér kaffi og kyssi konuna/
hver dagur er rússnesk rúlletta, eftir að meðferð mín fór á stað/
get ekki lifað við staði, sem er allt morandi af áfengi/
vodka pelar, bjór sígarettur allt sem mér langar að háma í mig/
svo eitt rólegt kvöld labba ég framhjá, bar og lít inn/
fæ mér kaffi og köku, horfi til hliðar og sé gamla vininn/
sitjandi, drekkandi bjór, og ég fyllist örva/
mér langar fá mér slúrk af honum, en reyni samt að hörfa/
stuðla að hamingju, og hugsa vel um mín börn/
fæ mér sopa, hugsa með mér ég þarf ekki að gera þetta öll kvöld/