Ofvirkni - Allt fyrir þig
Lagið finnst ekki á huga…
Rattó - Ég einn
Byrjar illa, sérlega sundurklippt, óhrein, ljót og ómarkviss melódía úr einhverju drasl hljóði. Trommurnar eru aðeins skárri. Rattó er með stíl sem fíla ekki, alltaf að drífa sig alveg óheyrilega í að troða að atkvæðum. Umfjöllunar efnið er bara same old “ég-er-rosalegur” en gott samhengi og góð uppbygging í textanum, nokkuð fyndinn sem gerir svona subject bærileg. Hinsvegar líður lagið fyrir ömurlega taktinn. Viðlagið er ágæt hugmynd, illa framkvæmd.
Spittaz de Oro - Útrýmingarsala
Maður skilur hvert planið var, svona hart attitjút og töffaraskapur, bæði hvað varðar takt og rapp. En plön misheppnast stundum og þetta eru tilgerðarlegustu töffarar síðan Illi-Vanilli voru og hétu. Hundleiðinlegt ofnotað umfjöllunarefni og óspennandi höktandi rapparar, sérstaklega sá seinni. Og afhverju geta stelpurnar einfaldlega ekki hugsað? Örlítið potential kannski, en þetta lag sökkar. Mixið á laginu er líka óþægilegt og fullt af hljóðtruflunum, distortað til helvítis.
Misskildi Útlaginn (feat. Maeve)- Lífsins breytingar
Talandi um tilgerð þá er þetta nafn ekki vænlegt til svalheita. Misskildi Útlaginn? æjæj… En að vísu er flutningur kappans mjög svona “öskrandi-á-hafið-í-stormi”. Það er ágætt. Óskýrt raus um að veraldlegar eigur og að sjá hvað skiptir raunverulega máli sem breytist svo bara í ég-er-betri-en-þú dæmi eitthvað. Ágætt inntak, en enginn snilldartexti. Flæðið er nokkuð eðlilegt oftast, ef soldið óeinkennandi. Takturinn og viðlagið eru hinsvegar í góðu meðallagi, Maeve er fín söngkona þó textinn hennar sé leirburður. Takturinn er svo fínt laid-back dæmi. Overall mætti mixið bara vera soldið skýrara; eins og vókölin hafi verið tekin upp gegnum handklæði og lítið punch í taktinum.
Flösubræðu - Stay
Lagið mitt, langbest. Bið ykkur að gefa nokkuð slappri byrjun séns og hlusta áfram. Skratshkaflinn hans Hermigervils er hápunktur.
Rattó - Ég einn
Byrjar illa, sérlega sundurklippt, óhrein, ljót og ómarkviss melódía úr einhverju drasl hljóði. Trommurnar eru aðeins skárri. Rattó er með stíl sem fíla ekki, alltaf að drífa sig alveg óheyrilega í að troða að atkvæðum. Umfjöllunar efnið er bara same old “ég-er-rosalegur” en gott samhengi og góð uppbygging í textanum, nokkuð fyndinn sem gerir svona subject bærileg. Hinsvegar líður lagið fyrir ömurlega taktinn. Viðlagið er ágæt hugmynd, illa framkvæmd
Váááááá!!!
Þetta hljómar frekar einzog einhver uppsöfnuð reiði sem loksins slapp út heldur en tónlistargagnrýni.
En skemmtileg lesning engu síður. Takk fyrir kommentið, mér finnst samt takturinn einmitt vera bangin og ég get alveg séð hvar ég er að drífa mig of mikið við að troða inn atkvæðum.
Flösubræðu - Stay
Lagið mitt, langbest. Bið ykkur að gefa nokkuð slappri byrjun séns og hlusta áfram. Skratshkaflinn hans Hermigervils er hápunktur.
-
Lagið þitt, tjaaah. Ég hlustaði á allt lagið, væriru til í að senda mér textan því ég held að hann gæti verið góður alla vega þarna “Greed is in every single mind” línan eða eitthvað svoleiðis fannst mér vera kúl. Og kannski eru fleiri svalheit í laginu. En mér finnst erfitt að hlusta á rappið.
Takturinn er brjálaður og scratchið er hápunktur púnktur.
:D
DaC, ég held að þú og ég ættum að fara að íhuga að gera collabo einhvern tíman.
0
og ég get alveg séð hvar ég er að drífa mig of mikið við að troða inn atkvæðum.
þetta á að vera…
og ég get EKKI alveg séð hvar ég er að drífa mig of mikið við að troða inn atkvæðum.
0
Collabo? held þú sért frekar að reyna komast í pródúserinn minn heldur en samstarf við mig. Enda ekki með beisinn mann í því hlutverki…nei ég skal hætta vera bitch, en takturinn er ofboðslega…íslenskur, ef einhver skilur hvað ég á við. Samt eflaust soldið hörð gagnrýni, en uppsafnað hatur? nee…
EN ég póstaði textanum hér á huga, bara fyrir þig :*
0