Rauðhetta: eftir Helga Þórsson

Rauðhetta og úlfurinn
og úlfurinn og Pétur.
Amma gamla og öndinn
og gæsin og kötturinn
og úlfurinn og veiðimennirnir.
Allir eru þeir eitthvað að sniglast í skóginum
það verður ekki þverfótað
fyrir allskonar ruslulýð.

(viðlag)
Af hverju ertu með svona langt nef amma?
Af hverju ertu með svona stór eyru amma?
Af hverju ertu með svona ljótann munn amma?
Hættu að borða mig amma.

Rauðhetta og Pétur
eru ein í skóginum.
Þau eru villt og farinn æutaf stígnum
liggja ein í lautu
leita hvort að öðru, á öðru
ó beibe beibe.
Þetta er nú að verða full djarft.
Það er alveg ljóst
það getur ekki gengið svona til lengdar
þetta er að verða eitt allsherjar unglingavandamál
vandamál, vandamál.

(viðlag)
Af hverju…

Rauðhetta og Pétur
og amma gamla er uppétin.
Inni í skógi
hún er besta bráðin
og það veit úlfurinn, pakksaddur
en getur samt ekki neitað sér um
eina litla Rauðhettu

Namminamminamminamminamm…

(viðlag)
Af hverju….