Hér er mitt álit:
KJ: Maðurinn sem ég vildi sjá vinna, allveg mad flott skot sem hann kom með og skemmtilegur og svalur rappari :) að mínu mati með bestu rímu kvöldsins í fyrsta roundi gegn Rattó, og vann svo einnig verðskuldað Marlon en tók ekki DNA í úrslitum.
DNA: Mjög hæfileikaríkur og góður battlari, hefði getað gert betur gegn Sæbó(Poetrix) en vann hann samt sem áður að mínu mati, svo tók hann að mínu mati 7berg þótt þetta hefði verið eins og margir hafa nefnd þá flæddi Sæbó illa, stoppaði á milli lína og var eins og hann hefði samið sumt af þessu fyrirfram, en annars samt með góðar línur.
Svo tók hann 7berg tæpt en mér fannst hann hafa verið bara með flottara flæði en 7berg. Og nei Rasismi nei, þetta er battl og eins og hann Dóri segir sjálfur þá er Sæbó eflaust ekki með fórdóma gagnvart feitu fólki heldur.
P.S: Bolurinn var góð taktík :]
Sæbó(Poetrix): Eins og margir hafa nefnd þá flæddi Sæbó illa, stoppaði á milli lína og var eins og hann hefði samið sumt af þessu fyrirfram, en annars samt með góðar línur. Fannst Dóri eiga sigurinn skilinn en ég sá samt sem áður framtíð í honum.
Marlon(Huxun): Að mínu mati var hann með ágætis skot en guð minn almáttugur, þessir hlátrar inn á milli rímna hjá honum voru sprenghlægilegir, sagði stundum einhverjar línur sem að rímuðu ekki neitt og fór að hlægja eftirá, hefur samt greinilega mjög gaman af því að rappa á sviði og var svosem ágætur en mér fannst hann ekki hafa unnið neinn bardaga þetta kvöld.
Axel: Forvitinn um hversu gamall hann er? Hann virtist vera frekar ungur og mér fannst hann mjög góður og hafa átt skilið sigurinn gegn Marlon þótt það hafi ekkert verið neinir svaka yfirburðir, hef ekkert annað að segja en keep up the good work.
7Berg: Missti því miður af fyrsta battli en hann sýndi góða takta og var frekar góður gegn DNA í undanúrslitum, en tapaði verðskuldað fyrir Dóra að mínu mati.
Rattó: Fannst eins og hann hefði samið fyrsta roundið í grófum dráttum fyrirfram og svo var annað round hjá honum frekar klúðrað, en annars er ég heitur aðdáandi hans og hef gaman af lögunum hans :)
Dómnefndin: Var sammála í flestu, helst það að Axel hafi dottið út gegn Marlon. Annars hef ég ekkert við þá að kvarta enda án efa erfitt að dæma svona og þeir stóðu sig með stakri prýði.