þetta er soldið different texti…

Sannleikurinn kemst á blaðið og ég rita hann /
alheimurinn er fyrir mér nautnabæli syndgara/
tilfinningar sem ég hef í hjartanu eru óbærilegar/
til minningar hef ég sárin sem gera þetta óþægilegra/
og ég reyni að bæla þetta niður og ekki særa neinn/
og ég segi allt sem ég vil en með þessu mun ég læðast einnn/
þetta líf hefur í rauninni ekkert að bjóða mér/
vegna mín hef eitt líf misst hálfpartinn stjórn á sér/
textagerð flytur mig svo burt frá þessu/
versta er að ég gef mér ekki tíma til að sinna þeim efnum/
ég mestmegnis reyni að semja útfrá hjartanu /
ég get ekki samið um hluti sem að mér er sama um /
ég vil geta glaðst fyrir aðra, þótt það drepi mig /
ég vil setja sjálfur markmiðið, stjórna sjálfur ferðinni/
þetta ferðalag sem að ég tek, ég get stoppað það/
tekst að efa það að allt lagist en ég vona það /
þegar ég sem texta tek ég ávallt fram förum /
hef alveg harða hlið en við samt förum /
okkar egin veg, til að sanna getu okkar /
og það segir mér enginn að hætta því að við getum rokkað!!!

<br><br>“Jarðaru mig með þínu lagi? bidd'um griðastað/
eins og blankur maður, þarft'að láta skrifa'ða” JonniJafnhár

“Skot mín á þig eru alltaf með réttum hnitum eins og hjá skyggn manni í battleship/
ég er eins og flókið dæmi, rapparar hugsa sig 2var um áður en þeir battla mig” JonniJafnhá