Nú svona ríkulegri gagnrýni verð ég auðvitað að svara með álíka ríkulegri gagn-gagnrýni.
Og þeirri gagn-gagnrýni skal ég gagnrýna á næstum því jafnt ríkluegan máta.
Þar sem ég skrifaði “ha?” þá fattaði ég reyndar alveg hvað þú meintir, en málið með þessar línur eru að þær eru stand-alone. Og verða þar með óþægilega í flutningi.
Og svo tók ég eftir innríminu hjá þér alltaf, bara til að benda á það.
En sjálfur tók ég eftir þarna Donatelloskjaldböku-likefighting-austurlenski munkurinn myndlíkingunni. Hún er flott.
Jú við sjáum hvað setur/ en ég tel mig munda penna betur/
En hip hop slýið sem Huga þekur/
-DaC
Mér sárnar við þessu klúðri hér, ef þú gætir fært ögn til í orðunum þá gætiru komið með brjálað rím. En… nei. Bara þekur/betur“ - Krazeee
Þarna var hálf-rímið betur/þekur alls ekki aðal rímið, heldur var ”vetur(úr fyrri tveim línunum)/setur/betur“ eitt rím. Þekur leiddi svo yfir í næstu línu:
-DaC
Það sem ég var að tala um er, ef þú hefðir skrifað
en ég tel mig penna munda betur/
En hip hop slýið sem að Huga þekur/
Þá ertu kominn með 6 syllablerím. Sem telst mjög flott.
”talandi um byssur og dóp eins og kólumbískir málaliðar/
ég steig til hliðar/ í vetur/ en ég sé ykkur miðar/
-DaC
Fyrri línan er fín, en, framhaldi var kinda wack“
Náttúrulega ekki hægt að taka þetta svona úr samhengi:
”en ég sé ykkur miðar“ merkir ekkert en ”ég sé ykkur miðar ekkert áfram“ gerir það hinsvegar…
-DaC
Já sko, ég var ekki að dissa samhengið. Það sem ég er að meina að talandi um dóp og byssur einzog kólumbískir málaliðar var mjög flott.
Restin af rímuni (það er allar línur sem komu á eftir þessari) voru bara ekki sérstakar því miður.
Svo hefðiru líka getað stytt hana. Með því að hafa línuna…
”talandi um byssur og dóp eins og kólumbískir málaliðar/
ég steig til hliðar/ í vetur/ en ég sé að ykkur ekkert áfram miðar/
Þá rímar þetta betur, og flæðið fokkast ekki eins mikið upp þó svo að mín lína hérna er stretched.
En samt ég verð að segja það, að það er margt í rímunni sem ég greinilega tók ekki eftir, einzog hvernig fyrri myndlíkirnar tengjast við hinar og þá er ég ekki bara að tala um ausurlenska-ninja-dæmið.
Mjög flottir orðaleikir, orðaforði brjálaður, röðun flott, topicið helst út eeeeen…
Rímið sjálft er slakt, þó að þú hafir helling af orðum sem ríma dreift hingað og þangað um textan þá munu línurnar samt ekki ríma sem eru með órímandi endaorð.
Flottur texti no doubt, en flott ríma… ekki viss.