Byrjaði að hlusta á þetta, lofaði góðu, ágætt sánd. Takturinn (trommurnar á ég við) samt soldið litlaus, týpískur, en alveg punch í honum. Svo kom mjög svalur blús/soul gítar og ég var orðinn soldið spenntur fyrir þessu.
En þá dembist á mann bæði sömplin í einu og það er bara enginn samhljómur, engin harmónía. Bara eitthvað sull með afslöppuðum takti. Svo breytist lagið ekki hætis hót eftir þetta og höfundurinn hefur ekki verið fær um að finna sömpl eða melódíur sem gengu með hinum; laglaus. Engin uppbygging og á heildina í raun afar misheppnað.
Ætla að giska á að þessar fjórar stjörnur séu frá Ghostwriter Pruduction sjálfum og vinum þeirra. Hvað finnst ykkur?