Hvernig væri heimuinnr án trúar/
Það er án efa ekki hún sem bilið milli okkar brúar/
En í gegnum tíðina trúin hefur okkur blekkt/
Kennum öllum öðrum um , horfum til himins svekkt/
Hlustum á orðið og hegðum okkur eins og brúða upptrekkt/
Hatur og stríð væru nánast óþekkt/
Boðberi boðskapsinn fær almúgann til að trúa/Eins og skrúfa/ við fáum trúna hægt og bítandi/
Sitjum og njótum álika mikið og að sjá maka okkar skítandi/
Sálir flestra frelsaðra eru án efa illa útlítandi/
Hann er góður í sínu fagi, fagmaður/
En án bókarinnar er hann eins og engill án vængja, lamaður/
Sama hversu góður maður er, maður verður alltaf skammaður/
Ef hinn heilagi allt sér verður margur maður í hans himnaríki bannaður/
Nýr staður fyrir mig verður hannaður/
Staður fyrir hina ósnertanlegu/óforbetranlegu/
Mætti einnig henda með kvenmönnunum fallegu/
Nýtt himnaríki fyrir hina trúarlausu/
Þá sem lifa í efa og láta ekki mata sig lygum með ausu/
Þeir sem ekki líta framhjá endunum lausu/
Skapaði heiminn á 7 dögum, iss.. matur fyrir hina hugsunalötu/
Tel það ólíklegt, álika líklegt og að írafár gefi út góða plötu/
Án trúar væru ekkert gyðingahatur/
Í augum nasista ekkert annað en úldin matur/
Á meðan hinn hvíti maður situr á rassi sínum latur/
Án trúar væri orðið trúarstríð frekar fjarstætt/
Á heimili vott jehóva væri loksinns mætt/
Engin myndi þau forðast, gætu bara sest niður og málin rætt/
Eldað hvaða kjöt sem er og sér á því gætt/
Án trúar allt þetta væri vonandi hægt/
smá comment ef þið nennið takk!