Fá smá input á þennan texta takk:
Ég er syndgari- stend hér upp
og segist þér betri / rappari
Skiptir ekki máli þótt ég sé /nýliði
því stílinn ég hafði, ennþá í móðurkviði
Einfaldar rímur / eins og fer-skeytla
orð mín í haus þinn / eins og stein/meitla
ég því frá fyrstu línu þett´er frábært lag
Gerðu mig því frægan / og helst-strax í dag
Einfaldir textar / einfaldar rímur
Auðveldir orðaleikir / heilalausar gínur-
eru allir þeir sem að hlustá þetta tónverk
því fyrir þá vitlausu / flækjur valda hausverk
En nú er intróið búið, Allt krúið flúið
og þá meina ég þá sem að höndla ekki núið
Því rímur verða flóknari /líkingar torsóknari
stend hér upp og messa / kaþólskur trúboði
Syndgari - ræningi - bóf´ og barnanauðgari
klíndu á mig stimpli mun það gera þig betri?
Reyndu hvað þú getur, ég er norðurljós að vetri
ósnertanlegur, ritaður óútmáanlegu letri
Að vera eða ekki vera, það var ekki spurningin?
Að við hugsum sjálfstætt / er það ekki kenningin?
Svo þeir sem fylgja mér að málum allir / upp með hendurnar
Því það er Ég, sem að mun finna gósenlendurnar
En þið hinir sem gáfust upp eftir þriggja daga göngu
fylgduð ekki mósesi meðan hann stóð í ströngu
býst við að þið hlustið ekki, séuð dauðir fyrir löngu
fyrir ykkur sem að ennþá tóra, við erum sátt,
matur fyrir þá svöngu, og ykkur hin, Drátt.
En nú er kvæðið mitt búið / úr skjólnunum fokið
Svo þeir hafa flúið / geta þangað aftur strokið
en hinir sem að nutu þess / endilega áfram dokið
Því mínu ljóðræna syndaflóði / er engan veginn lokið