Eitt lítið Vers
ég sé heiminn í 1000 glerbrotum brotnandi /
rispaður líkaminn sem kemur að þér sökkvandi /
hjálparvana sálir sem reyna að finna rétta hliðið /
reyna að opna án árángurs en það vantar lykil /
sumir fela sig bak við grímur og sýna breytta hegðun /
sumir taka efni og segja það vera sýna frelsun /
fólk reynir að skilja hlutina i rettu ljósi /
fara mennta veginn og standast á þessu prófi /
eiga góða vini og vinna sér inn hellings peninga /
sýndu öllum að þú sért ekki skítur heldur mannvera /
láttu þér linnast lífið og taktu á við þín vandarmál /
fokk hva aðrir segja , þú veist best hvað segja má /
sumir dæma eftir útliti eftir klæðarburði og gera grín /
ekki hræðast þitt líf reyndu að lifa sem best útur því /
njóttu lífsins , njóttu hvers andartaks , lífið er gjöf til þín /
fólk lokar augunum vonar eftir betri dag og mánuðum /
losna undan þrýstingi frá hugsunum og veikum pælingum /
meigið endirlega kommenta !!