Ókei í rauninni er þessi texti bara persónugerving, ég geri lífið að stelpu og líki tilveru minni við ástarsamband.
Tjékk it.

Veruleikinn er örþunnur þráður, og ég er að losna af/
þín kaldhæðni er jafn reglubundinn og hver annar kaffibolli á morgnanna/
þetta samband er kjaftæði, svo til hvers að hald´áfram/
hver dagur. hver tími, hver mínúta stingur í huga minn einsog þúsund milljón barrnálar/
hæðnislegt glott á þínu fési þegar ég kvaddi þig/
og stingandi augnaráðið virkaði sem blaut tuska í andlitið/
ég verð allur eitt spurningarmerki, og fölna eitthvað/
og bý mig undir enn eina lotuna fullviss um að þeim fjölgar seinna/
er þér alvara? var spurning sem skaut sér svo óvart upp/
og eftir hálftíma rökræður gefst ég upp og fer fram að sofa í sófanum/
þó einsog mamma og pabbi segja, geti ég verið ansi skáldlegur/
en ég reyni þó að standa með alvöru gagnvart þessum málefnum/
tíminn fer til spillis á meðan ég er nálægt þér og þú veist hvað hann gerir, hann gengur burt/
og já, ég er ekki að hlusta á þig, er með músíkina á hæsta styrk og heyrnartólin í eyrunum/
ég get ekki séð að við styrkjum samskiptin, þegar við varla tölumst við/
það er einsog í byrjun hafiru fjárfest í hlut, er nú komin tími til að skipta út vörunni?/
það er sagt að hláturinn lengi lífið, en þú ert að stytta mitt/
þú ert pirrandi, en ég þykist ekki heyra í þér í staðinn fyrir að brjálast og kyrkja þig/

Outro:
og dagar mínir…. allir með tölu eru stráfelldir/
ég hefði flúið ef ég hefði vitað að mín kynni af þér ég myndi sjá eftir/
hvar ertu núna, ó ljúfa líf, já ljúfa líf?/
gefðu mér bara ástæðu til þess eins að ljúka því/<br><br>_____________________________________________________

Er hægt að taka mark á nokkrum manni með undirskrift?