speak as you act. eins og þú talaðir í fyrsta postinu þínu um þessa könnun get ég ekki séð betur en þú sért eingöngu að tala um eitt element!
Fer daglega inn á þær fáu íslenku main síður sem koma hiphop við. Það eru kannski margir graffarar á landinu en enginn er að gera shit. Geng fram hjá austó nærrum daglega, maður er heppinn ef maður sér eitt lítið nýtt tag mánaðarlega… (ekki bókstaflega meint þó). 5th Element eru ekki beint að rústa keppnum hægri - vinstri. Og jú það þarf fleirri bboys.
Dj'ar; Hef farið á Skífuskank nokkur ár í röð núna og nánast allt sömu nöfnin, er ekki að segja að þessi nöfn séu léleg, heldur mjög góð að mínu mati. Dj keppni frostaskjóls, hvað er orðið af henni. í ár var hún haldin út í horni samhliða eithverri stærri keppni. Hún er orðin svo lítil að það liggur við að hún leggist af. Bíða eftir að shorty's verði að mönnum; einfaldlega ekki nógu gott fyrir mig, “í dag er það graffiti, á morgun ætla ég mér að verða frægur rappari og daginn eftir það tekur svo fótboltinn við…” þannig er það hér í flestum tilfellum.
Auðvitað skiptir máli að nýjir gaurar séu að byrja og að new school kynslóin taki við af old school kynslóðinni. sama hversu góðir þeir eru sem nú eru að, er 99% líkur að næsta kynslóð verði helmingi betur stödd þegar kemur af því að fá smá knowledge og verði mun betri. Svo gengur ekki alltaf að bíða, það verður að gera eithvað í málunum, það eru haldin hiphop jöm vikulega - mánaðarlega hér og maður er að hætta að nenna að mæta vegna þess að í raun er ekkert að gerast. Besta hiphop jamm sem ég hef farið á í langann tíma var á menningarnótt af tfa. Þar var bboy show, graffiti show, mc's og dj's eins og raunveruleg hiphop jömm eiga að vera. En í raun var ég ekki að posta svari vegna þess að ég sé í eithverji neyð fyrir nýja gaura og gellur heldur vegna þess að koma því á framfæri að mér finnst hiphop vera á niðurleið því sumir eru búnir að villast af leið og líta á mc'ing, eitt og sér sem hiphop.