ráfa um fyrir engan nema sjálfan mig
síðasti dagurinn nálgast, lífið er ekki rassgat fokkin heillandi
heilsan ekki góð, en viðlagið er grípandi
held í það sem ég get best, held áfram rappandi

En hvað um það, geng minn veg eins og ekkert sé að
skiluru mig, skiluru hvað ég meina
fæ ekki neitt útúr neinu svo hvað er ég að reyna
feta í fótspor annara
eingin skilur mig ég er stór lífsflækja
lífið er fokkt, eins og ónýt uppskera
allt frekar dapurt líkt og ég sé einn í heiminum
einfarinn alltaf einn og sér í horninu
geng eins og vofa, á erfitt með að sofa
finn mér stað og stund til að hugsa
hugsa djúpt, og finnst ég stundum vera að sökkva
eins og skip í erfiðri veðráttu
á mér ekki von, nema með strembri baráttu
pabbi sagði mér alltaf að sýna karlmennsku
en hvað er það, á erfitt með að vera annar en ég er
týndur í maurahrúgu, fylgi ekki hinum í þeirra her
samvinna er eitthvað sem ég hef aldrei skilið
reyni alltaf að færa mig nær fólki til að brúa bilið
reyni og reyni en það styttist bara í fallið
ég var gerður til deyja, og síðan kemur kallið
kallið sem seigjir, Björn þú ert næstur
ég hef ekki rassgat hérna, svo að ég er ekkert hræddur
skrítið hvernig sumir skjálfa á beinunum
hræddir við að lenda undir, það enda allir á himnunum

ráfa um fyrir engan nema sjálfan mig
síðasti dagurinn nálgast, lífið er ekki rassgat fokkin heillandi
heilsan ekki góð, en viðlagið er grípandi
held í það sem ég get best, held áfram rappandi

sé ljósið gægjast, það verður meira og meira
ég er að drepast, líkunar mínar minka og minka
hjartað stopp og ég hættur að anda
fólkið flykkist, verður skelkað yfir að sjá dauða
nú er eitthvað sem að togar mig upp til hins æðra
en ekki líkaman, bara sálina
skrítið hvað ljósið, hefur góð áhrif
mýkist upp, og finn sælu tilfinningu
eins og ég sé á alsælu í hringeggju
líkið mitt byrjað að votna í bleitunni
sálin löngu floginn, ég á mér nýtt heimili
í himnaríki, meðal englanna
fyndið að ég eigi helvíti sem nágranna
helvíti er öðruvísi en menn halda
ekki slæmur staður einginn djöfull þarna
meðan ég man þá finnst mér fræðandi
að englar hafa ekki vængi heldur eru þeir bara gangandi

Tilhvers ráfaði ég um fyrir ekkert?
vildi ég vera eins og aðrir bara því það var smekklegt?
ég sé það núna loksinns þegar ég er fallinn
að lífið byggist á lukku og ég er ekkert heppinn
foreldranir dánir, kerfið brást ekki það sem ég þurfti
bæði veikur á geði og 70 prósent öryrki
ríkið fékk mér nokkra þúsundkalla á mánuði
gat keypt mér dósamat ef ég lifði á götunni
félagsmálastofnun gat ekki reddað húsaskjóli
stundum hafði ég pappakassa, yfir mínu höfði
orðspor mitt samasem aumingi
fólk hunsaði mig og sagði fáviti
ef þú hjálpar þér ekki sjálfur, þá hljálpar þér einginn
eins og í survivor, fólk bara spilar leikinn


ráfa um fyrir engan nema sjálfan mig
síðasti dagurinn nálgast, lífið er ekki rassgat fokkin heillandi
heilsan ekki góð, en viðlagið er grípandi
held í það sem ég get best, held áfram rappandi

var að lára síðasta versið, skoðanir?<br><br>Menn eiga ketti, en ekki hunda….
Fólk er pæling, en dýr eru flókin….
stelpur í of stuttum pilsum…Yeah