Ég sá nefnilega í janúarblaði The Source(næstlélegasta Sourceblað sem ég hef séð fyrir utan blaðið með Ja Rule framan á sem kom út í fyrra)að Blood in My Eye með Ja fékk 4 mics í einkunn. Reyndar hefur álit mitt á einkunnagjöf the Source minnkað til muna undanfarið af mörgum ástæðum en ég ákvað að athuga hvort e-ð væri til í þessu og hlustaði á diskinn í Skífunni. Ég mundi reyndar aldrei gefa disknum 4 mics en þetta er örugglega ein besta plata Ja hingað til, ekkert væl og svona. Síðan hefur hann t.d. fengið til liðs við sig Scott Storch sem er einn vinsælasti pródúserinn í dag og er m.a. að gera lög ásamt Dr. Dre núna fyrir “Detox”, nýju plötuna frá doktornum…
The Source ættu samt að hafa sama kerfi með Ja Rule plötur og Benzino plötur og gefa þeim ekki mics því Ja og Benzino eru nýkomnir úr sameiginlegu tónleikaferðalagi og þeir eru of tengdir… Síðan er einkunnakerfið þeirra handónýtt sem er reyndar annað mál en þeir voru að gefa Ja Rule disk sömu einkunn og Reflection Eternal fékk og Capital Punishment með Big Pun…<br><br>“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”
“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”