nei þetta er misskilningur sem hrjáir marga; Chemical brothers hétu Dust Brothers allt þar til þeir ætluðu að fara gefa út tónlist á alþjóðavísu. Þá kom í ljós að til voru aðrir Dust Brothers, tveir upptökustjórar í bandaríkjunum (en Chemical Brothers eru Breskir) sem höfðu átt nafnið lengur. Því breyttu Chemical Brothers nafni sínu. Hinsvegar breyttu þeir ekki nafni útgáfu sinnar “freestyle Dust” og fyrsta platan þeirra hét “exit planet dust” svo “dust” nafnið loðir enn við þá.
Það eru þessir amerísku dust brothers sem semja Fight Club tónlistina, og þeir eru afar frábrugðnir Chemical Brothers hvað varðar tónlist. Ástæða þess þeir eru lítið þekktir er sú að þeir eru eins og áður segir upptökustjórar, en ekki tónskáld að aðal-atvinnu. Þeir hafa pródúserað margar þekktar og vinsælar plötur, til að mynda meistarverkið “Odelay” með Beck sem ber sterk einkenni þeirra.