Mujaffa spiluðu mjög fallega tónlist sem maður gat ekki annað en hrifist af. Svo steig upp á sviðið Einfari og rappaði um peninga sem mér fannst frekar innihaldslaust en hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og mér finnst að það mætti koma betur fram í þessum lögum en skemmtilegust voru tæknilegu vandamálin. Svo spiluðu Runólfur og tóku mörg lög sem ég þekkti með Jagúar, Herbie Hancock og frumsamið efni. Svo rappaði einhver gaur þarna með og hann höfðaði ekkert sérstaklega til mín. Svo spiluðu þeir fönkútsetningar af þekktum lögum svo maður naut bara fönksins vel.