byrjar á byrjuninni, annars byrjaru aldrei/
endar á endinum, eftir að hafa náð vissumm aldri/
færð gusuna í smettið, nú ertu illa settur/
kuldinn tekur yfir og þú dettur/
fallið tekur engan endi, sendur í ferð/
sem höfuð þitt þolir ekki, lungun hlaup'í kekki/
maginn á hvolfi, með augun undir yfirborði/
sálarinnar með sárin, stærri og lengri en árin/
sem skaðað hafa rökrétta hugsun hjá heilanum/
gatað'ann og skorið, mótað og borið/
þér hugmyndir, fullar af rugli/
hangir saman á lyginni einni/
þú hafði tvo kosti, og valdir þann seinni/
liggur í leyni, lætur undan teymi/
og jafnvel þótt þig dreymi/
er leiðin löng og erfið, þú þarft hjálp!/
og ekki hjálpar kerfið/
yfirgafst fjölskylduna, reynir að muna/
en manst ekkert, hvað geriru núna?/
lífið þig blekkti, sverti og drekkti/
stolti sem persónu að ógleymdum líkama/
lifir í eilífðinni, syndinni, ert öllum til ama/
nágrennið fullt af rugli, sukki og dauða/
hlutir skilja eftir auða eyðu/
þú öskrar á umhverfið deyðu/
umhverfið svarar, það brakar og marrar/
fuglarnir syngja og blómin dafna/
ættingjar syrgja og minningum safna/
lífgjafi grætur, við það að kafna/
en sáluhjálpin svæfir, deyfir og nærir/
tilfinningin slokknuð, sokkinn undir 6 fet/
óskaðu sjálfum þér til hamingju, þú hefur sett nýtt met/
aldrei hefur nokkur maður, reiður né glaður/
innbyrt svona mikið, orðið svona graður/
á rykið, hraðann og kókið/
en nú hefur einn eitt lífið horfið/
þú aðhefst eki meira, spilin eru komin á borðið/