Hey ya! Þetta er copy/paste af Dáðadrengjasíðunni. Vildi bara koma þessu á framfæri hérna líka:
—-
DÁÐADRENGIR Í ÚTLÖNDUM
Dáðadrengir munu leika í Norður-Atlandshafs-Húsinu í Kaupmannahöfn laugardaginn 29. nóvember á opnunarhátíð hússins. Þetta er í fyrsta skipti sem Dáðadrengir spila í útlöndum nema Vestmannaeyjar teljist útlönd. Ef einhverjir Íslendingar sem búa í Kaupmannahöfn vilja sjá okkur spila þá er þetta tækifærið! Verið er að opna þetta menningarhús á laugardaginn og munu Dáðadrengir spila í svokölluðu Ðistórtióonuaq Party sem er einn af atburðunum sem eiga sér stað þennan dag. Endilega hringið í ættingja sem hafa gaman af new-wave-electro-boogie-hip-hop tónlist og sendið þá á tónleikana.
Einnig vilja Dáðadrengir koma þeim sorgarfregnum á framfæri að Sindri ‘Sonurbjarkar’ Eldon er hættur í Dáðadrengjum. Eflaust munu margar stelpur gráta sig í svefn yfir þessum fréttum en örvæntið ekki því Sindri mun snúa aftur í alvöru rokkstjörnufílíng með annarri hljómsveit. Í augnablikinu er Haukur ‘Skepna’ Alfreðsson að plokka bassa Dáðadrengja og mun hann spila með þeim í Danmörku sem og á jólatónleikum Dáðadrengja og Lokbrár þann 19. des á Grandrokk. Haukur hefur spilað með hljómsveitum á borð við Vígspá, Lubricant og Leather Beezt. Fylgjast má með framgöngu Sindra í tónlistarbransanum á blöðum fréttablaðsins og í öðrum fjölmiðlum.
Dáðadrengir auglýsa því hér með eftir nýjum bassaleikara þar sem Haukur mun ekki spila með okkur til eilífðar. Ef ÞÚ heldur að ÞÚ hafir það sem þurfi til að spila á bassa með Dáðadrengjum þá er þetta tækifærið. Þú þarft þó að vera á aldursbilinu 18 til 23 og hafa gaman af tónlist Dáðadrengja. Stelpur eru einnig velkomnar þrátt fyrir nafn hljómsveitarinnar. Sendið okkur póst á dadadrengir@email.com og segið aðeins frá ykkur, aldri, bassareynslu, hvar þið búið, fyrri hljómsveitum og hvers vegna þið viljið vera í bandinu. Svo verða eflaust einhverjir boðaðir í prufur og aðrir ekki og þar fram eftir götunum. Til hamingju með þetta ótrúlega tækifæri til þess að gera heimskulega tónlist með heimskulegum gaurum.
—-
Og ef einhver ætlar að fara að væla yfir því að Dáðadrengir séu ekki hiphop hljómsveit og því eigi þessi póstur ekki að vera á hiphopáhugamálinu vælið þá frekar yfir því við mömmu ykkar.
-Kalli