Þetta Byrjaði með Original Melpdy sem voru mjög ferskir og komu með þétt rím, reyndar voru þeir ekki að koma fram í Fyrsta kipti eins og kynnirinn sagði . En Þeir eru án efa með ferskari hljómsveitum hérna í dag.
Mezzias var næstur og það voru ótrúlega margir sem fóru út á meðan hann spilaði…. Hann var svosem að koma með ágætan skít en maður hefur heyrt þetta allt áður.
ESP voru ágætir, elvar að koma með gott rím en Gaui Ramses ekki að standa sig í Hype - mennskunni, gaman að fá svona live undirspil í nokkrum lögum. Tvö lög voru featuring. Byrkir-B og það voru mjög töff lög, sérstaklega fyrra lagið. Elvar missti sig reyndar út í eikkað rugl þarna í lokin og var farinn að taka einnhver cover lög en endaði þetta svo með töff lagi frá sjálfum sér.
Næstir voru FL og þeir komu með feitan skít eins og venjulega og ég get nokkurn veginn fullyrt að þeir eru með bestu sviðsframkomuna á landinu. Ferskir eins og ávallt.
Annars var þetta bara fínt hip-hop djamm, nema það mættu afskaplega fáir, og mér finnst það frekar lélegt.
Endilega segið það sem ykkur finnst.