Ég vil einnig benda á efni sem fólk ætti að tékka á:
Pródúserinn Mathematics sem hefur gert lög fyrir Inspectah Deck, GZA o.fl. var að gefa út mjög góða plötu með gestaröppurum á borð við Method Man, Ghostface og fleiri úr Wu-Tang.
Ég hlustaði á The Black Album með Jay-Z um daginn og mæli eindregið með honum. Þessi er betri en Blueprint 2 og ég held að hún fari í flokk með hans bestu plötum (Reasonable Doubt og The Blueprint). Ég held alveg örugglega að engir gestarapparar séu á plötunni en Pharrell syngur eitt viðlag. Pródúserar: Kanye West, Just Blaze, Rick Rubin, The Neptunes, Timbaland, Eminem o.fl.
G-Unit platan sem var að koma er einnig nokkuð þétt…pródúseringin svolítið einsleit og textarnir líka en samt sem áður er slatti af mjög góðum gangsta slögurum sem geta gefið góðan hálsríg. Pródúsering er í höndum Dr. Dre, Hi-Tek, Eminem o.fl.
Að lokum vil ég benda fólki á að tékka á efni með C-Rayz Walz…keypti plötuna hans fyrir helgi og hún fer tvímælalaust í flokk með plötum ársins… <br><br>“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”
“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”