Af hverju ekki að koma með “það er svo dýrt að gefa út plötu”? Hefurðu athugað kostnaðinn á prentun á cover og fjölföldun? Tala nú ekki um allan studiokostnaðinn? Hvað heldur þú eiginlega að þú sért? Þú ert bókstaflega að stela vinnu þeirra og þú telur þig hafa einhvern rétt á því, því þú átt engan pening?
Hvað skyldar þá til að lifa fyrir “Tíma og Fyrirhöfn”? Þeir hafa margt annað til að lifa fyrir og það seinasta sem ég myndi gera sjálfum mér væri að lifa fyrir aðra og eiga aldrei neitt sjálfur.
“Tónlist er fyrir alla… líka þá sem eiga ekki pening”
Þetta finnst mér mjög fáránlegt, af hverju ekki að segja að flottir bílar séu fyrir alla? Flottar kellingar? Newflash mothafucka! Það er ekki allt frítt og þú ert að stela.
Auk þess sem þú virðist geta borgað ADSL og tölvu, ég býst við að þú borðir e-ð því ég er damn sure á að þú getir ekki downloadað mat á DC, einhverstaðar býrðu? Hvaða andskotans máli skipta þá 1-2 þúsundkallar?
Ég vill rétt segja það svona í lokin að þetta er diskur sem ég myndi borga 5000kr fyrir. Hef hlustað á meirihlutann af honum og þetta er brjálæði.
Peace.