Rökhugsun er það versta
sem komið hefur fyrir manninn.
Heimskulegar ákvarðanir
Þegar allt er í rauninni auðvelt?
en hvern er ég að upplýsa
Þetta er gömul vísa
sem allir hafa áður heyrt
Kjötið er betra meyrt
Gríptu gæsina þegar hún gefst
sama hvað upp úr því hefst
horfðu svo til baka Hress.
uhh
uhh
Hress sem fress
uhh
uhh
Hress sem fress
Lífið er of stutt
til þess að einblíma
Lím er ekki til að líma
Erfiði uppsker hamingju
hvernig veistu hvað er sætt
þegar þú hefur ekki smakkað súrt
Þetta er ekki flókið og ekki klúrt
Eina leiðin að alsælu
er að taka hana inn
pokinn er minn
Eigingirnin tekur yfir, víman lifir
en dofnar í senn
því allt er gott í hófi
úr tíu niðrí tvo
og hvað svo ?
uhh
uhh
hress sem fress
uhh
uhh
hress sem fress
Eina ráðið sem virkar
er að það eru engin ráð
Hver finnur sína leið, sína göngu
Er þú gengur slóðina þröngu
Mundu þá eitt, og aðeins eitt
Þú ert ábyrgur, því getur enginn breytt
Að viðurkenna mistök sín
er ekkert grín
Hrein samviska er ekki á hverju strái
Þótt allir hana þrái
Því óttinn við að viðurkenna
vill oft í sálinni brenna
uhh
uhh
hress sem fress
uhh
uhh
hress sem fress
jó take care. Innst inni veistu hvað er rétt
Fressi hress sem Fress