Ég stíg upp… og fell aftur á rassgatið/
Opna bjór… og síp hann hrasandi/
Fjandakornið, alltaf fullur, hata fokkin alkahólið/
Vakna dofinn, frekar þunnur, held áfram að þamba bjórinn/
Sídrekkandi, orðinn vanur því að sjá allt tvöfallt/
Flöskukvöld, kemur löggan, fari það grábölvað/
Þegar ég verð ofurölvi fer ég að pæla í öllu/
Er kattarmatur úr köttum, er barnaolía úr börnum/
Alla nótt niðrí bæ að syngja fokkin fatlafól/
Fólk jafn fullt og ég, það hlýtur að vera ættarmót/
Opna næstu dós, stúta henni, næsta dós/
Stúta henni, æli og opna næsta bjór/
Með lítið blóð, en alkahólríkur piltur/
Ef ég dey núna og þeir kryfja mig finna þeir ónýta lifur/