Loksins tek ég mér hér tíma til að setjast niður og reyna að ríma,
aldrei hafði það hvarflað að mér áður,
að þessi yrði ég háður,
að þetta væri hlutur til að lifa fyrir það seinasta sem eg hugsa er ég fer að sofa
og það fyrsta þegar að ég vakna,
þetta er einn af þeim fáu hlutum sem væri þess virði að sakna.
Og frelsið sem maður fær fyrir að grípa penna og blað
og krota einhver orð á það sama hvað,
mér líður eins og þungu bjargi af mér hafi verið lift og orðin flæða,
svipað að horfast í augu við sinn versta óvin stökkva fram og stinga sjá hann blæða,
láta tímann líða bíða og bíða
horfa á hann þjást,
að lokum hvarflar það að mér sú hugmynd að nást,
á mörkum lífs og dauða hrifsa hann upp henda honum á spítalann leifa honum að lifa,
lifa í ótta, verður aldrei aftur fyrir mér, allavega ekki þessi gaur,
hér á tindinum er kalt,
ég er einn,
um leið og einhver nálgast ég sveifla frá mér hitti hann hann fellur
þessar fjandans aumu mellur sem allt þykjast vita, kunna og skilja
og skreppa svo samann um leið og þær hafa gert mann reiðann
sjá það og skilja,
hef aldrei reynt reiði mína að hylja ekki heldur fattað hvað þessir hálvitar vilja,
elltandi mig útum allt.
Ég hef aldrei áttað mig á minni eigin getu mínum eigin styrk,
leið til að gera orðin virk,
Áhuginn kom eins og sprauta í æð
dreymdi aldrei um að ná neinni hæð
enn hér er ég kominn til að vera
og þú veist hvað ég er kominn til að gera
sjá og sigra.
Þú getur skotið á mig orðum enn þau munu mig ekki buga
allrasíst hér á huga.
Fatta ekki druslur sem brjóta í staðinn fyrir að byggja
ráðast á aðra til að gleyma sini eigin eymd
aumar hórur á endalausum flótta undan sínum eigin vandamálum
hanga heima og reyna þeim að gleyma
sjá flýsar í augum annara enn ekki planka í sínum eigin
hérna hinu megin er grasið grænna komdu yfir
gleymdu þetta er liðin tíð.
well ef ykkur líður eitthvað illa endilega fleimið mig :)