mér finnst nóg komið af hyllingum okkar yfirvalda,
og ég er ekki sá eini,en þar liggur vandinn..það er það sem þau halda,
látum allt okkur yfir ganga,
mikið talað en ekkert gert nema hanga,
reyndin er sú að kapítalisminn breiðist,
smátt og smátt okkar hugur eyðist,
öllum þrýst í sama formið,
smám saman verður leiðtoginn normið,
ég bara einfaldlega fell ekki innní þessa mynd,
persónulega finnst mér það ekki synd,
en ég áætlun minni hrind,
í framkvæmd núna,
tek til mín sauðina rúna innað skinni,
breyti síðan einum og einum, smátt og smátt ég þa kynni,
fyrir minnni hlið á þessum málum,
og smátt og smátt er komið til mín fleiri sofandi sálum,
[viðlag]
meðan þú sefur verður mæði mín ennþá til,
kem þér til vitundar og kenni þér skil,
á heilaþvætti og sjálfstæði steypum nú valdhöfum í hyl,
Munurinn á mér og þér er sá að ég set markið á að heila
með eina sem þú reynir er til þín að seila,
menn sem smátt og smátt hafa verið niður brotnir,
með áralöngum áróðri þeir andlega hafa verið skotnir
hjá þér er öllu þessu neitað,
en liggur fyrir opnum dyrum ef eftir því er leitað,
þú bendir á vanda hjá félagshyggju þjóðum,
ættir frekar að leita á eigin slóðum,
blindaður af græðgi og spillingu,
upptekinn af leiðtogahyllingu,
meira og meira fyrir mig og minna fyrir aðra,
ef allir hugsa eingöngu um sjálfan sig verður náunginn naðra
svo virðist sem þetta breyti engu fyrir meirihlutan í þessum heimi
fólk segir, þetta tekur því ekki það er sama hvað þú reynir
þú kennir ekki gömlum hundi að sitja,
en ég mun um vitund ykkar vitja
og gera það sem einn maður getur,
með mínum orðaforða,
þvílíkur fjöldi orða,
með honum reyna ykkur að forða,
undan þessum ótrúlega fjölda hugarfarslegra morða..
ágætt að koma með “komment”, en ath. ekki tilbúið er í vinnslu :)
ps. ber líka að athuga að þetta er eiginlega það fyrsta sem ég geri..en endilega kommenta..