Ég sest í bátinn við árbakkann\
Náttúran glansar í sólinni og gerir mig skakkann\
Engar árar\
Ágætt hendur mínar hvort sem er sárar\
Gott að fljóta í smástund fyrir mann sem endalaust ráfar\
Flýt á stað og renni blíðlega eftir fljótinu\
hvar endar bátsferðin verð ég enn í sama mótinu\
eldur eldur, einhver kveikti sinu\
báðir bakkarnir logandi, slys yfirvofandi\
mökkurinn klofnar rofnar og ég sé hver er mig aðstoðandi\
enginn engill ónei enginn heilagur andi\
aldrei nokkurn tímann, ég er að hjálpa mér sjálfur, ég flýt á vatni\
ekkert nær mér nema fossinn sem endar líf mitt og leið\
en eins og er lítur leiðin sem ég leiði mig eftir út fyrir að vera greið\
þrátt fyrir það að eiga fátt, það er að segja smá vatn og þurra brauðsneið\
er ég óhræddur því ég trúi á sjálfan mig og hæfileikana sem genin gáfu\
ekki gáfur, ekki stærð ég er álfur ónei komdu nær, komdu nær ahhhh sjáðu\
nú ertu blautur, já það getur enginn komið nálægt mér eins og er\
nema að hann kunni að synda í óútreiknanlegum straum og viti um öll sker\
því þessi sker skera eins og gler\
orð mín eru her sem stendur um mig vörð\
sálin gefur kraftinn og hugurinn hefur hugmyndirnar en líkaminn er aðeins umgjörð\
það eina sem þú færð ef þú siglir inn í minn fjörð eru spörð og börð\
fyrirgefðu reiðina, örin sem ég fékk á því að labba í gegnum skóginn æsa\
ræsa mig á morgnana og svæfa mig á kvöldin\
þegar reiðin tekur völdin hristist ég og vagga bátnum\
hefur oft komist nálægt því að velta, en enn hefur enginn komið að mér látnum\
þegar hann hættir að vagga græt ég af hræðslu og örvæntingu\
því mig langar ekki að kveðja strax og verða að engu\
engist í kvöl\tengist í sjálfum mér í gegnum öl\
mig langar í stóran sopa en á ekki dropa\
finnið minn ofstopa, sjáið eldinn þegar ég ropa\
yfir fljótinu núna liggur svört þoka\
svo ég sem þokuljóð með hroka\
en ekki pirrast á því hvað ég er ringlaður og ruglaður\
staðlaður og langt langt frá því að vera rómaður\
ekki pirra ykkur á því hvað ég er dómaharður\
málið er það að ég er týndur í fljótinu svo audda er ég pirraður bastarður\
í raunninni ef ég greini mig er ég bara hræddur um að það komi gat á bátinn\
ef það kemur fyrir bíður mín aftur árbakkinn\
og skógurinn, góurinn hann er ekkert grín hann er vonda reynslan\
martaða og vondra minninga geymslan\
þú þarft meira en sláttuvél til að hreinsan\
meira en áfengi meira en gleði\
þú þarft band og hengi og grafreit með blómabeði\