Þeir eru ekki allir frá Brooklyn, þeir hafa aldrei verið algjörlega fastir við neina sérstaka gerð tónlistar og hafa lengst af verið að gera rap/hiphop þó aðrar stefnur blandist inn í það…
beastie Boys eru þeir Adam Yauch, Mike D og Adam Horovitz (Adrock) og hóf hljómsveitin göngu sína árið 1981 og var þá pönkband með tveimur öðrum meðlimum. Fyrsta almennilega “hiphop” útgáfan kom árið 1985 og var það She´s On It/Slow And Low smáskífan. Síðan kom út Licenced To Ill árið 1986, Paul´s Boutique árið 1989, Check Your Head árið 1992. Stuttu eftir það stofnuðu þeir sitt eigið útgáfufyrirtæki: Grand Royal og 1994 gáfu þeir út Ill Communication og þegar vídeóið við lagið Sabotage tapaði óvænt MTV verðlaununum til REM stormaði Nathaniel Hörnblower(sem er alter-egoið Adam Yauch) uppá sviðið og mótmælti hörkulega!. 4 árum síðar kom svo út síðasta LP plata þeirra hingað til, Hello Nasty, sem seldist í tæpum 700.000 eintökum fyrstu vikuna. Sama ár fara þeir í tónleikaferðalag með nýja 360 gráðu hringsviðið sitt sem leyfði hverjum einasta áhorfanda að sjá allt sem var að gerast, og nýja útgáfu hátalarakerfis. Á sama tíma byrjuðu þeir að dæla inn mp3 lögum frá tónleikunum á síðuna sína, BeastieBoys.com, og er þetta eitt af þeim atvikum sem komu af stað stríðinu á milli plötuútgefanda, tónlistarmanna og almennings. 1999 gáfu þeir síðan út tveggja diska safnið Sound Of Science, sem var safn af hitturum, óútgefnum og sjaldgæfum lögum auk þess sem eitt nýtt lag, Alive, var með í safninu. Ári síðar kom út DVD diskur með öllum myndböndum hljómsveitarinnar og helling af aukaefni. Síðan lýstu þeir yfir því að þeir væru hættir þegar loka átti Grand Royal, en þeir hættu síðan aftur við það alltsaman. árið 2002 kom svo út lagið In A World Gone Mad, sem er skrifað um Stríðið í Írak og George Bush. ekki er alveg vitað hvort ný plata sé á leiðinni en nýlega komu einhverjar fréttir í sambandi við það og gæti vel verið að hún komi í ár eða snemma á næsta ári.<br><br>.Hugleikur.
I breathe in the problems, exhale solutions….