það er ekkert ferskt að sampla frægu breikin! (breik = samplaðar trommur úr eldri lögum/staður í lagi þar sem koma einungis fyrir trommur, en þó ekki trommusóló; samanber breakbeat, tónlistarstefna byggð á breiksömplun. Það sama má segja um hip hop (tónlistina, ekki rappið)).
Það eru til einhver 30-40 breik sem allir hafa hópnauðgað, og lítið kúl að nota þau í dag í trilljónasta skipti. Það sem þú átt að gera er að hlusta, hlusta og hlusta á gamla tónlist og finna ný, sjaldsömpluð breik.
Svo er mp3 sömplun ekki par fín; sampla af geisladiskum, helst vínyl (soundið, og svo ef maður myndi nú vilja scrathca taktinn sinn til dæmis). Og ekki tala um hversu dýrt það er, ferð í safnarabúð og kaupir 10 plötur á þúsundkall. Ef þú ert heppinn ættu það að vera 2-3 breik (en hugsanlega ekkert)
Annars eru þetta:
“Its a new day: Scullsnaps” (“Clubbed to death: Rob D” úr Matrix til dæmis)
“Synthetic Substitution: Melvin Bliss” (DJ-Primier notar þetta óspart)
“Funky President: James Brown”
“Impeach the President: Honeydrippers” (mikið notað nýlega í froðu hip hopi, FM957)
“Funky Mule: Ike&Tina Turner”
“Get out of my life Woman: Lee Dorcey”
“Amen Brother: The Winstons” (rosalega þekkt, notað í drum&bass mjög mikið líka)
“Come in out of the Rain: Parliament” (kannski ekkert úbber frægt en massa kúl, gott lag líka bara)
“Ode to Billie Joe: Lou Donaldson”
Nokkur mjög góð og fræg breik, klassíkerar. En ekki sampla þau segi ég, hlustaðu bara á þau.
Og EKKI sampla Funky Drummer! annað hvert hip hop lag byggt á þessu breiki. Flott, en ekki það flott þessi ofnotkun eigi rétt á sér.