Það versta sem hefur gerst í rappi og hiphop tónlist er þessi stöðnun sem virðist ver að eigi sér stað. Síðustu árin hafa stóru rappararnir komið sér upp kjánalegri ímynd að mínu mati. Þeir hafa tekið sinn sessí dægurpoppinu feigns hendi. Þeir ráfa um í sínum tónlistarmyndböndum með óteljandi gellur upp á arminn og aka um í sportbílum og glæsikerrum með þau skilaboð að þeir ættli aldrei að gleyma því að þeir eru úr gettóinu. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg pælinguna. Rappið er ótrúlega öflugt tjáningarform. Það skiptir öllu máli að vera sannur. I orði og á borði. Þannig hef ég að minnsta kosti skiilið þetta. Að mínu mati er rappið í ákveðinni tilvistarkreppu. Uppgangi rappara lýkur með því að hann sest bak við á Hummernum með kampavín og kellingar í aftursætinu. Og hvað svo? Hvað ættlar hann svo að segja okkur? Hvað hann á marga bíla? Hvað hann hefur sofið mikið hjá? Rapp skiptist upp í underground og popp. Það er bara staðreynd í Bandaríkjunum sem er jú Mekka rappsins og hiphop tónlistarinnar. Í Evrópu hafa reyndar við að gerast merkilegir hlutir í rappi og hiphop tónlist á síðustu árum. Þar er mikil gróska og margir áhugaverðir listamenn að koma fram. Hvern hefði til dæmis grunað að hægt væri að rappa á þýsku? Hvað þá spænsku.
er ekki mikið til í þessu ?