Ég var að skoða rokk áhugamálið á huga.is og sá þar könnun sem hljómaði svona. “Hvað finnst þér um þær yfirlýsingar að rokk sé að líða undir lok og að hiphop sé framtíðin?”.
Þar var þessi skemmtilegi valmöguleiki “hiphop er bara rusl” og ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá það að 31% þeirra höfðu valið þann möguleika.
Þar var líka annar möguleiki sem hljómaði svo “Rokk lifir forever” og í staðinn fyrir að velja þann möguleika og standa með sinni tónlist þurfa þeir að segja að hiphop sé rusl. Þetta einkennir kannski smá þann móral sem býr í fólki því hiphop hefur þurft að þola óþolandi mikið skítkast frá öðrum tónlistarstefnum og þá vil ég helst nefna rokk og black metal sem mér finnst skrýtið því í mínum augum eru þessar tónlistarstefnur ekkert það ólíkar. Frekar underground báðar og lýsir miklum tilfinningum. Endilega svarið og segið hvað ykkur finnst.
Með von um friðsamlegar samræður.

Helgi.