Hip hop er ekki tónlist sem slík, EN, það er til tónlist sem má flokka undir Hip Hop tónlist vegna þess að hún hefur visst “flava” eða “essence”, eins og margir vilja segja, og þá getur hún flokkast sem hip hop tónlist. Hvort sem það er Nas að spitta yfir Premo eða RJD2 að búa til fresh hip hop.
En ef þú varst að meina hip hop tónlist ætti ekki að taka alvarlega heldur er þetta bara afþreying þá er ég alveg sammála. Ég meina, þetta er bara búið að vera ein vinsælasta tónlistarstefnan í ca. 30 ár þannig að engin ástæða til að halda að þetta sé neitt spes. (Catch the irony?)
Þetta er alveg jafn mikil tónlist og allt annað og ég held jafnvel að fólk bindist hip hop tónlist meira tilfinningalega heldur en ég hef tekið eftir í öðrum tónlistarstefnum.
En hei! Hafiði tekið eftir því hvernig fólk getur einfaldlega orðið ástfangið af bylgjum í loftinu?? Það er undarlegt, en ég elska þetta nú samt.<br><br>————————————–
<a href="
http://www.laz-e.blogspot.com">Blogg með vafasömu ívafi</a>
Fight with creativity - not weapons.