Þetta er fallegt. Ég hlustaði svo líka á allt annað á síðunni þinni, og margt gott um það sem þar er að segja, en líka slæmt.
Sem producer þá ertu fínn í að finna skemmtileg sömp og vinna þau vel, margt flott, “where are you beat” töff hvað það er mikið í gangi þar. Eitthvað var samt bara generískur gítar með reverbi, cheap íslenskt hip hop í hnotskurn, skam skam.
En trommurnar þínar eru aaaaltof einsleitar og gervilegar. Greinilega allt sett upp í sama drum-sequenser-num (vitlaust skrifað, veit), swingið/offsettið er alltaf það sama og þú notast við nokkur presett trommuhljóð í einhverju forriti. Mínar ráðleggingar fælust í því að sampla trommurnar líka…
textarnir þínir eru svo einnig góðir, hreimurinn ekki al-galinn, en þú ert dálítið óðamála, svona smá flæðis hökt.
keep at it bara, og ekki láta eins og ég viti skít, cuz i don´t, bara álit leikmanns.