þurfið ei að kommenta skít. Lesið bara aftur og aftur.
yo, ég man eftir kaotískum partíum, fjögurra augna samræðum/
í raunveruleikajakkafötum, með slaufu daglegs lífs/
ég bauð mig fram til fífls í samfélagsins satírum/
í eins manns göngu revíum ég söng minn rétt til lífs/
með sjónarsvið í þriðja lið, hendist inn á heyrnarsvið/
við-mið-un mín takmarkast við drauma heims míns dyr/
með vindsins byr ég kemst þá fyrr að dyrakarm og opna dyr/
þá dirfskulega dandalast og samblandast við sessunaut/
ég þig nú spyr um fortíðir og samkenndir í hugarlaut/
þá þrot mitt þraut, við jónustaut ég studdi mig, þá hækju braut/
hitti fyrir fáráðling á óséðu torgi með töfrataut/
hengdi á augnhimnur jólaskraut og seyði svefnins saup/
margvíslegar mishæðóttar mannverur,
í Meistarans og Margarítu meinloku, með egóin í eintölu!/
velkist um í vafa, milli hafa, milli laka,
milli himingeims og jarðar, hugarlausna og sálarsaka/
hverju tapa ef ég hrapa fyrir ætternisstapa?/
fiðlustrengir kynda undir dramað, hendist milli húsþaka/
endurgeri og afbaka, á pásu spóla til baka/
ég vil taka það fram að oftast nær er ég til trafala/
ég hnakkann á mér baktala, ferðbýst oft til afdala/
slæst þar sár við sjakala, í formi minna bakþanka/
til langdvala ég býst meðan skynjun mín snýst samfara!
viðlag x2
Vivid Brain a.k.a Jón Magnús Arnarsson
búseta í Reykjavík, upprunninn í Babýlon
svart og hvítt sem abbalon, eyðandi sem azeton
lífið mitt er lon og don
Vivid Brain a.k.a Jón Magnús Alheimsson
heimurinn er tvísýnn en hugur minn er víðsýnn/
mínir hugarórar sem höfuðáttir fjórar/
neðar neðsta botni, ofar himinhæðum/
ég lifi í lygnu logni og inni í miðjum stormi skæðum/
mata mig á orðagjálfri og röksnillingsins ræðum/
er sjálfmenntaður í hugarheimsins duldu fræðum/
öll mín viska þó komin úr hversdagsleikans skræðum/
innra með ég tel mig hafa fundið kraft í æðum!/
púlsar mínir opnast, öskra “blauðu blóði blæðum!”/
sjálfhverfar spegilmyndir gleðisnautt við snæðum/
í fávíslegum felulitum furðuskepnur fæðum/
brjótum á bak aftur brjálaða berserki og máttarbauginn bræðum/
í bakherbergi bitur kall sem stjórnar mér með snærum/
þarf aðeins að hvessa eggina, klippi þá á með skærum/
ég fór yfirum í gær, umm../ I live in the asylum!/
þar á kvöldin tjörgum okkur og klæðumst trúðagærum/
við gleymdum hvað við værum ef við hefðum ekki gleymt því/
há á höfði bærum þó að hér sé hugur herkví/
á þrautagöngu þolinmæði þraut þá hún er þreytt því/
að sálusvipmyndir við sörverum og höfum kerti í!/
fokkin arty, farty, party, í gangi hér/
ég hendi mér með Bangsa í húsasundið þar sem enginn fer/
fáum okkur smók í skýjastrók og drekkum engifer/
röppum svo við beatboxið, gleymum að við séum hér/
eins og vera ber, eins og veröld er/
þetta Vivid Barn hér stendur eitt og sér/
veggir verða smér, endilega segið mér/
er það bara ég eða er herbergið að snúast?/
Vivid Brain a.k.a Jón Magnús Arnarsson
búseta í Reykjavík, upprunninn í Babýlon
svart og hvítt sem abbalon, eyðandi sem azeton
lífið mitt er lon og don,
Vivid Brain a.k.a Jón Magnús Arnarsson