Á okkar stríðshrjáðu tímum finnst mér ekki úr vegi að víkja aðeins að spaugilegu hliðinni í okkar tilveru.
Ef að við lítum aðeins á íslenskt hiphop og þessar þýðingar. Ég vil nú ekki vera með neina hleypidóma en lítiði á þetta
Break Dance - Skrykkdans
Battle - Rímnastríð
Dj-ing - Skífuskank
Beatbox - taktrapp
Eflaust munu einhverjir biðja mig um að gera betur en ég held að það þurfi ekkert að gera betur, bara að nota ensku orðin á meðan við höfum ekkert betra. Ég held að þetta snúist ekki um að varðveita íslenska tungu, því þetta eru orð sem eru ekki í daglegri notkun.
Og til að hnekkja á þeim málaflutningi, svona fyrirfram, langar mig að benda á orðið rímnastríð. Jú þetta virkar fínt þegar það er notað sem þýðingin á NAFNORÐINU battle. En ég ætla ekki að rímnastríða einhvern, eða eiga í rímnaorustu, allir nota orðið að battla.
Ég vildi bara benda á þessar spaugilegu hliðar, og ætla að nota tækifærið og minna á mótmæli sem eru á hverjum laugardegi fyrir utan stjórnarráðið.