Kynnti mér aðeins fyrri rit þín á huga og fann m.a. þetta:
http://www.hugi.is/forsida/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=1009345&iBoardID=52“þú slepptir allavega að uppnefna mig eða koma með lágkúrulegar og meiðandi enskar rapp slettur”
Þú talar um rapp líkt og það sé eitthvað slæmt fyrirbæri, eða eins og George Bush myndi segja svo ég fái að vitja í líka, “öxull ills”. Þetta er ekki eitthvað fjarstæðukennt fyrirbæri sem virkar eins og uppspretta djöfla og alls ills. Þetta er tónlistarstefna!!
Þú talar í sífellu um að viðhalda íslenskri tungu, notar voða flott orð og ert svo ekki með málfræði á hreinu? Farðu og kynntu þér íslenska málfræði á meðan þú kíkir örlítið á stöðu rappara. Allt sem gerist út í bandaríkjunum og annars staðar þar sem fólk ber kannski örlítið víðari klæðnað en annars er talið “venjulegt”, er EKKI endilega á vegum rapps. Rapp er tónlistarstefna.
Það er út af fólki eins og þér að við höfum kynþáttahatur, fordóma og aðra ofsókn í heiminum. Fólk sem neitar að skilja því það er svo upptekið af því að það sé æðra af einhverjum fáránlegum ástæðum.
Og það sem mér þykir jafnvel verra, er að ég held að þú sért ekkert að meina neitt af þessu. Þetta er eitthver hugsunarháttur sem þú ert bara að gera þér upp og finnst þetta voðalega skemmtilegt, á kostnað annara. Hreykir þig af því að ætla að senda þetta inná önnur áhugamál, eins og það geri þig að einhverjum æðislegum gaur, því þú ert að berjast fyrir einhverju sama hversu fáránlegt það virðist vera.
Ég skammast mín fyrir fólk eins og þig. Skammast mín í hvert skipti sem ég heyri um ofbeldi hér á landi sem gerist út af kynþáttahatri. Skammast mín fyrir að vera íslendingur þegar við getum ekki sýnt öðrum manneskjum þann skilning sem þær eiga skilin. Og þær eiga hann skilin því öll erum við eins. Öll erum við með rautt blóð og það á ekki að þurfa að setja einhver bil milli okkar sem eru óyfirstíganleg bara því að sumir neita einfaldlega að skilja. Líttu í eigin barm. Sjáðu bjálkan í eigin auga þrátt fyrir flísina í augum annara.
Ekki velja þér hlið úr handahófi og standa við hana bara því þú valdir hana fyrst. Og þá sérstaklega, því það eru ENGAR hliðir. Við erum öll eins.
Ég ætla að loka þetta með einu orði, með einu atkvæði sem segir allt sem segja þarf.
Já ég geri mér grein fyrir því að þetta er enska en þetta er þekkt á þennan hátt kringum heimin þar sem fólk skilur þetta og það sem þetta merkir.
Ein jörð, eitt mannkyn, ein ást…
One.<br><br>————————————–
<a href="
http://www.laz-e.blogspot.com">Blogg með vafasömu ívafi</a>
Fight with creativity - not weapons.