Ég var að lesa grein í Fréttablaðinu um eigendaskiptin á útvarpsstöðinni Muzik. Það sem vakti athygli mína var að þeir höfðu afnumið Hip Hop-ið. Með því að setja af stað auglýsingar og útvarpsþátt þá finnst mér þeir hafa algjörlega tekið í burtu eitt helsta einkenni Muzik, sem var að mínu mati fjölbreytileiki á vali á lögum og engar auglýsingar eða þessir spjallþættir sem sumir hverjir eru ekkert spennandi. Kannski var eitthvað af þessu rökrétt því það var greinilega ekki verið að græða á muzik en mér finnst ekki að það ætti að hafa afnumið hip hop…það var muzik að þakka að ég komst í kynni við hip hop. Mér finnst að það ætti að vera kvartað eða eitthvað í þeim dúr….hvað finnst ykkur?
GH