stríðinu er lokið og ég finn varma sólargeislanna
teigja sig yfir allt í kring um mig og ná jafnvel lengra en það
ég stikla á milli steinanna er ég sný til baka
ég segi og meina það að nú horfi ég glaður til himnanna
loksins fylltur nýrri hamingju, fylltur nýjum vonum
kominn á beint strik og þarf ekki að setja framtíðina úr sínum skorðum
ég horfi yfir vígvöllinn og sé bara fortíð
en núna er það birta, ljós og dagur sem að stendur bak við orð mín
það er víst satt sem þau segja um að tíminn vinni á öllum sárum
og nýr dagur getur bætt mér upp gleði sem ég missti með föllnum tárum
það er sjaldan sem maður sér nokkuð eins undravert
skýin víkja frá og sólin lýsa leiðina á undan mér
ég horfi upp til himins og hlýjan sem ég finn fyrir
sýnir mér að ég á vini sem að styrkja mig í að lifa í góðum friði
allt sem áður kom fram verður talað um í þátíð
nú stend ég andspænis næstu árum og ég er ekki frá því
að ég muni lifa vel og standa stáltraustur
úr þessum ánauðum og sá auður sem bráðum verður á lausu
hann kallast hamingja svo þannig að aldirnar sanni það
að ég standi fast ég er ekki lengur dapur, vill ekki að neinn haldi það
því vatnið rennur ennþá.. og klukkan virðist ganga
allt er á sínum stað, svo ég held yfir ánna
geng til móts við sólina sem rís upp í norðri
margt hefur gengið á undanfarið en ég á síðasta orðið
hlekkirnir eru horfnir og get risið upp
gengið óheflaður og komist út fyrir eigin girðingu
engir sörgarsöngvar lengur því að núna loksins styttir upp
……………fyrir fullt og allt
ég sveiflaði ekki sverði og ég miðaði ekki byssu
gerði bara nokkrar skyssur, hélt útí óvissu
fór vitlaust en virðist skriðinn upp á veginn aftur
þó ekkert sé erfiðara í bardaga en eigið hatur
þótt ég hafi legið flatur og verði eigi samur
þá er nýr dagur kominn upp og minn megingaldur
er að standa í stoðirnar og mæta nýjum degi kaldur
njóta birtunnar og ekki láta reiði standa upp
hér sit ég með penna og blað og segi mína sögu
stutt hingað til en verður kannski einhverntíman fögur
mér finnst ég svo heppinn, endurnýjaður
svo vaknaður og loftið segir mér að þetta verður hlýr dagur
ekkert myrkur lengur, enginn dylkur dreginn
þessi stund mun endast frá þessari sekúndu í leiðið
bara grænir skógar og fljúgandi fuglar í dalnum
núna rís sólin mín… því þetta er nýr dagur
hlekkirnir eru horfnir og get risið upp
gengið óheflaður og komist út fyrir eigin girðingu
engir sörgarsöngvar lengur því að núna loksins styttir upp
……………fyrir fullt og allt