Júróvísíón
Allir Íslendingar vita hvað Eurovision er enda er maður alinn upp við það að horfa á Landskeppnina (hér í den) og svo horfa á Íslendinga lenda í 16 sæti. Jæja en núna er maður orðinn eldri og maður veit ekki einu sinni hvort Ísland á sæti á Eurovision eða ekki, enda er ekki hægt að búast við því að “lélegustu” þjóðirnar séu alltaf með. Þegar ég var yngri þá var ég alltaf að pæla í því af hverju það væru aldrei neina frægar og góðar hljómsveitir sem tæki þátt. En núna getur draumur margra ræst því að BOTNLEÐJA er búið að senda lag inn og er eitt af 15 lögunum sem keppast um að komast í Eurovision. Lagið heiti EUROVISA enda eiga engir Íslendingar peninga bara Euro eða Visa. Ég hvet alla Íslendinga til að kjósa Botnleðju þegar þar að kemur enda gott tækifæri fyrir unga uppreisnarseggi að sjá lokksins einhvað í Eurovision sem vert er að horfa og hlusta á.