Með blekkingu ég hyl/ allt sem ég vil/ Fátt ég skil/ Til hvers er ég til?/ Fjölskyldan er fín,/ líka mamma mín/ en skólinn er skítur/ svo langt sem augað lítur./ alltaf er ég til ómaks/ minni mest á Jón hrak/ þótt að ég rímum geti rúllað/ hef ég enga ástæðu til að hrópa húrra.
Botninn er minn
En líka þinn
og þar mun ég vera en um sinn
Ekki rappari/ ekki töffari/ ekki rokkari/ ekki skoppari/ en rímurnar þær róa/ eins og lyfin hans Jóa/ af þeim hef ég nóg af/ Hahahaha../ Lukka mín er lævís/ Leitar sér viðurværis/ horfinn er mín heppni/ töpuð er mín keppni.
Botninn er minn
En líka þinn
Og þar mun ég vera en um sinn.
Hvert stefnir?/ Hver hefnir?/ Loforðin efnir?/ lögunum gegnir?/ Hvað geri ég, hvert fer ég/ þar og hér/ og hjá sjálfum mér/ fátt ég skil/ tilhvers er ég til?