Einu sinni var ungur drengur, hann var ég og ég var hann og við vorum einn og sami maðurinn. Hann vildi verða rappari, já ó hvað litli ég langaði að verða ofsa sniðugur rappari.
Og svo fór sem fór, ég æfði mig dulítið og samdi nokkra texta (póstaði nokkrum þeirra hér) og gerði eitt fullklárað lag með honum hermigervli vini mínum, sem hét Ótæmandi regn. Það er frekar slappt lag og úr hófi væmið. Svo nennti ég þessu ekki lengur.
Þetta lag hefur herra Kaldhæðinn ekki heyrt og því er frekar mislukkuð yfirlýsing að hann “fíli mig ekki” á sama grundvelli og hann fílar Tiny.
Það sem ég var að reyna að stuðla að með greininni um ógnarjafnvægi var ekki að hefja eitthvað stríð, heldur spyrja afhverju yfirlýsing um vanþókknun á tónsmíðum þarf að jafngilda árás á persónu tónlistarmannsins í íslensku hip hopi. Og ég var nú aðalega að tala frá eigin brjósti; Mér líkar ekki við fullt af efni frá flestum ykkar, en ég hef ekkert á móti ykkur þrátt fyrir það.
Tökum Elvar í AG sem dæmi; þoli ekki stílinn hans, aðeins heyrt eitt lag með þeim (AG) sem ég fíla (hættað hringja í mig), rest arfaslöpp að mínu mati, en ég var einhverntíman í jafningjafræðsluhóp með elvari og þar var hann bara frekar fyndin gaur, bloggið hans er oft skemtilegt (dálítið hatursfullt bara) og svo heyrði ég eitthvað frístæl með honum á spólu sem mér fannst bráðfyndið, þannig að af þeirri fátæklegu reynslu sem ég hef af honum, álykta ég hann sé ágætis náungi.
varðandi það að ég svari ekki, þá set ég það fyrir mig að ég kemst bara á netið hjá vinum mínum og í skólanum.
Ah, já, skólanum, sem er einmitt MR, eins og einhver minntist á hér í svari til mín (Frankwhite):
“ef þú ert ekki fáviti úr Mr þá veit ég ekki hvað þú ert..
þú notar rosalega mikið af fancy orðum en það þýðir ekki að þú sért að segja neitt….
talandi um að fólk sé ekki að dissa hvort annað þegar að þú reynir að byrja á e-rjum illindum…
Mamma þín ætti að skammast sín fyrir uppeldið á þér
Bastarður!”
Eitthvað fúll…Þar sem hef ég nú þegar fallið einu sinni um bekk og stefnir í að það endurtaki sig, er það frekar hæpið að ásaka mig um skólasnobb; ég er lærður sem búskmaður og vitur sem kind. Fancy orð? hvað, þetta með melónurnar? Hinsvegar er ég óneitanlega getin utan hjónabands…
Og það að ég hafi notast við nöfn landsþekktra rappara og gefið mér að þeim líkaði illa við tónlist hvors annars var einungis gert til skýringar og til að gefa greininni lit, auk þess sem mér fannst ég setja það skýrt fram að þetta var allt uppspuni frá mér.
Og til að vekja máls á nýju efni ætla ég að enda á því að biðja fólk um að segja hér hvort það haldi það hafi fengið fleirri fullnægingar í samráði við annann mann (eða konu), eða bara upp á eigin spýtur. Allir að svara nú…