Rímnahernaður


Herstöð er minn orðaforði, stútfullt vopnabúr/
Skriðdrekar mínar staðhæfingar sem að slá þig út/
Orustuflugvélar mínar pönnslínur sem koma að þér berskjölduðum/
Skip eru mínar myndlíkingar skotheldar á öllum stöðum/
Hermenn smáatriði textans sem munu koma þér að óvörum/

Ég er hermaður rímna og í styrjöldum sterkur/
Með köldum orðum og hroka berst ég sem berserkur/
Á landi, á sjó…….og í lofti/
Berst ég með rímljóðum sem aldrei voru ortin/
Þeir sem til mín þekkja vita að aðeins það harðasta ég ríma/
Og að ein hending skilur eftir fleiri særða en í Hirosima/
Þeir tóku Ástþór Magnússon, hann reprisentaði frið/
Ég berst með mínum orðum og enginn tekur mig!/
Þú ert með hjartað í buxunum, hland fyrir hjartað þú vætir sætið/
Þegar þú mér mætir/ og crowdið kætist/
Þú skítur þig niður eins og kani í víetnam /
Ég drep aðra mc-hermenn þegar ég er ham/
Skýt pönnslínu flugskeytum og hef gaman af/
Það er talað um afl mitt í hverri blaðsíðu bestu hergagna/

[Viðlag]

Heldurðu að þú getir komið mér á óvart? þú ert enginn finni/
Ég rústa þér úti sem og inni/ hvort sem þú ert stærri eða minni/
Öfugur eins og Tinni/ eða beinn eins og pinni/
Útúrdúr frá stríði NEi! Þetta var hótun/
Enda er næsta heimsstyrjöld að hefja mótun/
“Allt sem fer upp kemur niður” Kjaftæði ég er undantekning á því/
ætlarðu að andmæla viltu beef/ þá færðu slíkt/ alltaf til í sríð/
Þú verður ekki sigurvegari í kvöld því miður/
Salurinn orðinn brjálaður og út brýst kliður/
Fólkið velur auðvita mig svo drullaðu þér niður/
Þú leggst á hnén og biður, FRIÐUR!/
mín eltiskeyti eru pönnslínur sem elta þig uppi hvar sem er/
Orðaforða vopnabúrið fer með mér í höfðinu hvert sem ég fer/
Svo ef þú mætir mér/ fer ver en þú ætlaðir þér/

[Viðlag]



OK! Ég veit að ég er enginn battle-meistari en bara gaman að semja svona texta…