- ÞRÆÐIR -

…ég leita að orðum / sem setja allt úr skorðum
og orðasamböndum sem geta / orðið völd að morðum
undir yfirborðinu / að leita að rétta orðinu
ég forða mér inn í hugarheim / sem er langt frá norminu
ég storma um að leita að kenningum
og réttri stemmingu fyrir þessa hip-hop menningu
og leita að þulunni, sem gæti lyft / dulunni
mælt mál, gefur bundnu máli sál
ég leysi úr læðingi / enn eitt kvæði
hin fornu fræði / þar leynast, þræðirnir
beinast að þér og sameinast, streyma
í átt upp til heilans, og áhyggjum eyða
ég kann að seyða / fram, sannleikann
um þann - mann / sem þú hefur að geyma
fastur milli tveggja heima / að reyna
að halda stjórn en fattar ekki að þér er að dreyma
/ þeir ættu ekki að leyna ykkur því
/ að það er bara draumur þetta líf -
ég líð um í draumi / þótt augun ég opni -
og með viljann að vopni / ég hef mitt sálarstríð
/ já, ég er vígamaður hugans
/ og ég læt ekkert yfirbug'ann
af því að sársauki er viska -
og þeir eru kennarar / þeir sem gera þér eitthvað til miska…

…já / þeir sem fiska / þeir fá
/ og ef þú opnar á þér augun þá / munt þú einnig sjá
/ það hvernig heimurinn í raun og veru er
/ eina leiðin út er - inn í sjálfum þér -
þú ert fastur á plánetu og þú kemst ekki burt
// eða hefurðu / aldrei þess þurft -
nú skal spurt / er lífið bara fangelsi
hannað til að halda / syndugu mannkyni
/ nú er djöfull-inn kom-inn til valda
/ og ég skil ekki / hvers ég þarf að gjalda
/ hvað í fjandanum gerði ég af mér
/ til að verðskulda það að vera hér -
ég næ engu taki / á því sem ég hef
og þótt ég vaki // samt ég sef
þræðir þeir myndast / og binda saman heiminn
efni er blekking / og þekking er feimin -
svarið er falið / því mannkyn er gleymið
/ þið finnið það nú samt ef þið reynið
djúpt er það grafið / úr vitund ykkar farið
það bíður inn í inn í draumum ykkar hyggilega falið…