Er ég leita, leita að skít til að skjóta\
Munninum reyni að beita yfir bít sem allir njóta\
Rýmur úr brunninum byggðar frá grunninum útúr mér fljóta\
Nú er nóg komið af því ljóta\
Skipulögð ringulreiðin reynir að breyta mér og endurmóta\
En henni tekst ekki í mér að róta\
Brjóta mig niður\
Því í mínum heila er skipulag varanlegur friður\
Ekkert til að vera ósáttur við nema\
Eitt og eitt lélegt þema\
Og reyndar öll þessi íslenska hiphop sena\
En ég er engann veginn að nenna\
Að kenna einhverjum um hvernig farið hefur fyrir ímyndun\
Á öllum þessum rangtúlkuðu hiphop kenningum\
Heillegt heilagt vel til lagt hip hop getur verið eins og hlaðborð fullt af veitingum\
Gott flæði fallega sagt, ætti með sínu mætti að rífa hiphop hausa úr sætunum\
Rétt eins og þeir væru lítil börn sem beðið hafa lengi eftir sætindum\
Rapparar byrja allir sem sökkerar sumir skána aldrei en aðrir taka stílbreytingum\
Nú sleikji ég blóðið af rýtingnum og reyni að átta mig á wannabí fílingnum\
Sem virðist vera í þessum hiphop stílistum\
Hópur af óflæðandi ömurlegum grínistum\