hér er eitt erindi í textanum mínum sem heitir ég er enginn fyrirmynd endilega komið með smá comment á hann
Svo þú vilt líkjast mér, ég meina hvað ég hef ég sem þú vilt
ég sé varla úr augunum fyrir stírum á morgnana og hárið er allt úfið
sérð mig í skólanum og á böllum í félagsmiðstöðinni
ef þú vilt fá kvenfólk til frambúðar ekki reyna að stela aðferðinni
hef ekkert sem þú þarfnast þó þig langi kannski að spreita þig
ekki leggja hart að þér að verða eins og ég, því þá muntu hreinlega meiða þig
ég er ekki allur þar sem ég er séður, ég er hrokafullur og tilfinningalaus
er slæmari félagskapur en þú heldur, þó ég gleypi ekki pillur og fái mér í haus
við höfum hvorugir gott af hvorum öðrum, og vil því hafa áhrif á valið þitt
ég er nískur og gef ekkert af mér svo ég mun pottþétt skrópa í afmælið þitt
svo ekki halda að ég sé alltaf í góðu skapi, á gleðistundum, því mig hylur grímann
því mig vantar allan rythma og eitt stykki klukku því ég er aldrei í takt við tímann
sem líður hjá öðrum minn sólarhringur líður öfugt við ykkur hin
mæti stressaður í skólann, en þegar kem heim, fer ég samt óstyrkur inn
mig skortir allt sjálfstraust, og bókstaflega kjark og hugrekki
gleymi oft hvað ég er að gera og lít svo til baka og kannast ekki við eigin ummerki
er einhver leið framhjá þessum hugsanarhætti eitthvað sem skýrir mína hegðun
eða er þetta ólæknandi sjúkdómur sem ég neyðist til að bera á herðum