Mér finnst ég berskjaldaður gagnvart árásum freistinganna/
óvopnaður gegn sætsáru hvísli vængjuðu barnanna/
svo ráðlaus gagnvart örlögum örlaganna/
vonsvikin eftirvæntingin eins og að heyra í hörpum englanna/
sjón mín er ekki vernduð, finnst ég hafa augu á stilkum/
treysti um of á rausnarlegt þjóðfé eins og vikapiltur/
ég sé hve lífið er ömurlegt en reyni að horfa fram hjá því/
hungruð sál mín deyr eins og fólk í bonsabí/
einmanna, vantar “vin” eins og í eyðimörk en það er bara tálsýn/
horfi á sjálfann mig í speglinum og segji, ég gæti þetta ekki án þín/
en mig vantar einhvern annann, einhvern til að halda í höndina/
en ég er bundinn á báðum, held í sjálfann mig, langar að gefa upp öndina/
það er líka keflað fyrir munn minn svo ég get ekki hrópað á hjálp/
það er svo sárt að hafa enga ást, því vill guð láta mig þjást/
en keflið losnaði einu sinni, ég öskraði þar til röddinn brást/
það kemur enginn núna, það útilokuðu mig allir þá/
tilfinningum mínum lýsir best eitt saltað tár/
töpuð augnablik, ég syrgi öll mín töpuðu ár………..


tilfinningar, þær kvelja mig……
hvers vegna þarf ég að hafa þær, ég vildi ég væri vélmenni/
svo ég þyrfti ekki að finna….. finna ekki neitt/
ótamdar huxarnir mynda öngþveiti, en enga heild/
vil þær ekki, gera ekkert nema að þyngja byrðina/
fleyrri og fleyrri tilfinningar púslast saman og sýna heildarmyndina/

www.zebox.com/eddi

endilega kommentið þetta