Einar Ágúst þegar hann kynnti Má Ég Sparka á Pepsi Listanum á Popp Tíví:

“… það er næst íslenskt. Það er gaman frá því að segja að.. ja, gaman frá því að segja? En það er svolítið skrýtið að íslenskt rapp eða rapp á íslensku er ekki mjög flott miðað við að hvernig rapp er á útlensku og er ekki svona prófessional, er ekki mjög svona… er ekki svona mjög flott á taktinum.. og undirspilið er ekkert rosalega vel gert og það er svona mikið verið að einhvern veginn í óöryggistilfinningu að vera dissa allt, eða einhvern veginn, sem að.. mönnum finnst vera að, í staðinn fyrir að reyna að gera bara betur. Hér er komið eitt lag sem að þjónar þessum tilgangi.. eða kannski engum tilgangi, að fjalla um hvað þeir eru ömurlegir.. að vera að hefja sjálfan sig upp á kostnað annarra. Og það sýndi sig nú best á Quarashi tónleikunum, þegar upphitunaratriðin voru búin, hverjir voru bestir á þeim tónleikum. Quarashi bera af af íslenskum röppurum, það er alveg á hreinu.
Hér er komið Bent & 7berg og eldgamalt lag sem að þeir hafa nú reyndar ekki samið nýtt lag.. þeir hafa tekið eitthvað gamalt og sett.. sem að áður útgefið og stolið því. Það hét hérna ”Can I Kick It“ og meðal annars Tribe Called Quest voru með þetta lag á sínum tíma. En hér er komið MÁ ÉG SPARKA á pepsi listanum..”

skoðanir?