ThuleMusik/Dizorder:
“Íslenska Hiphop/rapp safnplata Dizorder útgáfunnar hjá ThuleMusik er handan við hornið, en það er ekki búið að ákveða útgáfudag plötunnar ennþá. Platan hefur að geyma hæfilega blöndu af eðalrappi bæði á íslenskri og enskri tungu. Hljómsveitirnar sem fram koma á plötunni hafa margar haldið sig í hinni svokölluðu neðanjarðarsenu íslenskra rappara þó að einhverjar séu orðnar nokkuð þekktar í dag. Flestir kannast við Forgotten Lores sem hafa látið þónokkuð að sér kveða með frumlegri textagerð. Kritikal Mazz taka lag með engum öðrum en Freestyle og Shabazz The Disciple. Vivid Brain, Mezzías MC og O.N.E flytja nokkrar góðar rímur. Maggi og Anthony í Antlew/Maximum láta í sér heyra og ekki má gleyma snillingnum henni Rögnu (Cell 7) sem flytur sitt lag með hjálp Matta sem hefur verið kenndur við TFA.”
Tók tta af TFA!