Ég hugsa um sígarettur þegar ég battla litlar kellingar
byrjá því að kveikja í þeim með rímum sem koma leiftursnöggt einzog eldingar
sýg úr þeim allan kraft en filtera út slæma skítinn
fleygji svo stubbinum sem situr eftir og stíg á hann í flýti
nudda hann við malbikið með skónum til að slökkva almennilega í honum
svo sting ég af við fyrsta tækifæri rétt einzog þegar vinir manns draga mann á ball með land og sonum.
Ég hugsa um áfengi þegar ég skrifa niður mínar rímur
gemmér nægan tíma einzog þegar ég er að detta íða vinur
byrja snemma kvölds og held áfram fram á morgun næsta dags
helli niður hugmyndum í falleg glas chilla á harða skítnum svo ég fari ekki að æla strax
legg gruninn niður með einni sterkri hugmynd og tólf línum
reyni ekki að vaða í allt strax því þá verð ég bra ónýtur
heldur sett niður hugmyndina sterka í stærsta glasið sem ég finn
þynni það venjulega út með pepsi-í en tómar línur duga í þetta sinn
leyfi hugmyndinni að flæða um mig komast í rauða og bláa blóðið
svo hleypi ég því öllu út og reyni að klára ljóðið.
Ég hugsa um hass þegar ég leita eftir hugmyndum
dugar ekki hvað sem er, því þú verður að hafa einhvað til að ríma um vinur
sit niður og reyni að malla upp einhverja snilld
eftirvæntingin eykst þessi hugmynd á eftir að verða ill
blanda saman því sem ég hef alltaf haft við það sem ég fékk
samanlagt kemur einhvað en eitt og sér gefur hvorugt ekkert
alveg að koma einhvað en ég þarf einhvað meira til að geta rímað því…
….mun ég grípa í kveikjara og flýta mér að fýra í
nú er alltaf tilbúið og þá er það að bíða þar til hugmyndin kemur
svo kemur tilfinningin fílingurinn og þá er það sem nær í penna og semur.