Að ganga einn um göturnar vekur upp einmannaleika
Þetta kvöld er enginn undantekning því hérna sé ég engann
lífið staðnæmdist og vísirinn til baka hoppaði,
ljósið slokknaði og rennsli tímaglassins stoppaði
ég bíð eftir sólinni hún virðist ekki vera á leiðinni
..ég fell til jarðar en það virðist ekki meiða mig
helvíti eða himnaríki, dauðinn eða lífið
skiptir engu því ég virðist ekki lengur halda um stýrið
fólk í kringum mig er kyrrt og grafarþögn er yfir heiminum
hvað veldur því að ég er einn með vald yfir hreyfingum
augun full af lífi en ekkert tal og engin samskipti
bíð eftir að guð birtist en enginn kemur og nálgast mig
geng eftir götu milli bíla framhjá fólki sem ekki hreyfist
ég er einn og yfirgefinn ekkert sést og ekkert heyrist
nema fótspor mín sem mynda takt og merkja leið í jarðveginn
leið frá mér til óendanlegs ferðalags um umheiminn
einfarinn sem ferðast milli lífs og dauða að leita að svari
er við það að gefast upp því lífsviljinn er farinn
..get ekkert farið, ég get ekkert farið
ég stari á spegilmynd af sjálfum mér og sé loksins svarið
ég stöðvaði tímann, og hann virðist ekki ætla að fara af stað
ég stöðvaði tímann, sama hvað ég geri snúast ekki vísar klukkunnar
tíminn er stopp og ég er hér einn að telja dagana
…ég kemst ekki til baka og ég geti ekki lagað það
AÐ
ég stöðvaði tímann, og hann virðist ekki ætla að fara af stað
ég stöðvaði tímann, sama hvað ég geri snúast ekki armar klukkunnar
tíminn er stopp og ég er einn að telja dagana
fastur milli sekúntna, lokaður milli slagana.. <br><br>.Hugleikur.