Já, þarnæstkomandi föstudag verður 10 ára Útgáfuafmæli Hiphop Halla a.k.a. “The here and back again-concerts” í kolaportinu. Þar munu stíga á stokk ýmis óldskúúl bönd t.d. Trío Óla skans, Smoking clan, four elements, real flavaz, multi funktionals, team 13, Bounce Bros, subta og sækópah. Dj dice, bubblehound og robbi chronic ætla að sjá fyrir skífuskanki, lítill fugl hvíslaði því að mér að robbi ætlaði að setja upp hárkollu til þess að rifja upp gamla og góða tíma. Svo ætla URANUZ að slá í gegn með nýja laginu sínu þar sem þær hafa gert lag(sérstaklega fyrir þetta kvöld) þar sem ll cool j “samplið dont call it a comeback” er reapeatað í cirka 5 mínútur á meðan þær beatboxa og botna af og til þessa margfrægu setningu(eina núlifandi hljómsveitin en vegna glæstrar hugmyndar þá fengu þær að vera með). Svo ætla allir í salnum að taka saman “skólarapp” þar sem að lead söngvarinn (Versló-náunginn) í því lagi heimtaði allt of mikla peninga fyrir.
Nei, svona án gríns þá myndi ég borga svona 10.000 kall fyrir einn miða í það minnsta ef að Trío Óla skans, multi funktionals, team 13, Bounce Bros, subta, Dj dice og bubblehound myndu koma með comeback og rifja upp gamla góða tíma og að tetris yrði endurlífgaður svo má ekki gleyma the good old open mic session sem yrði í lokin. Spurning um að láta reyna á það.